Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Flugvallarnefnd undir formennsku Helga Hallgrímssonar, fyrrverandi vegamálastjóra, hefur í eitt og hálft ár tekið út helstu kosti um framtíðarskipan innanlandsflugsins.
Skýrsla nefndarinnar er í lokavinnslu en búist er við að niðurstöður hennar verði lagðar til grundvallar ákvörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Flokkarnir hafa þegar mótað afstöðu að nokkru leyti.