Samræmd próf burt og fræðsluskylda til 18 ára aldurs 16. apríl 2007 15:35 Starfshópur menntamálaráðherra sem falið var að fara yfir skipulag náms og námsframboðs leggur til að samræmd próf verði lögð niður og að gjaldfrjáls fræðsluskylda verði til 18 ára aldurs. Ráðherra skipaði hópinn í júní 2006 og hefur hann nú skilað ítarlegri skýrslu sem snýr að grunn- og framhaldsskólum.Þar er meðal annars lagt til að breytingar verði gerðar á námskrám og kennsluháttum í grunn- og framhaldsskólum með það að markmiði að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir og undirbúa nemendur betur fyrir líf og starf á 21. öldinni. Þá vill hópurinn að réttur grunnskólanema til að stunda nám í framhaldsskólum samhliða námi í grunnskólanum, eins og sumir hafa gert, verði lögfestur.Þá verði skylt að tryggja rétt nemenda til náms við hæfi í framhaldsskólum til 18 ára aldurs en núverandi kerfi tryggir einungis rétt 16 ára nemenda til að hefja nám í framhaldsskóla.Í námi til stúdentsprófs gerir hópurinn ráð fyrir aukinni jafngildingu bóknáms og verknáms, aukinni ábyrgð einstakra framhaldsskóla á skilgreiningu námsins og auknu vali nemenda. Nemendur fái þannig aukinn rétt til að setja saman nám sitt með hliðsjón af áformum sínum um nám og störf að loknum framhaldsskóla. Þá vill hópurinn að byggt verði ofan á núverandi starfsmenntabrautir, en lagarammi þess er óljós við núverandi aðstæður að mati hópsins.Þá vill starfshópur menntamálaráðherra að ráðgjafa- og stoðkerfi skólanna verði eflt til muna þannig að aukið val nemenda og svigrúm skóla til að móta námsframboð sitt nýtist í þágu betri og meiri menntunar.Skýrslu starfshópsins má nálgast í heild sinni hér. Kosningar 2007 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Sjá meira
Starfshópur menntamálaráðherra sem falið var að fara yfir skipulag náms og námsframboðs leggur til að samræmd próf verði lögð niður og að gjaldfrjáls fræðsluskylda verði til 18 ára aldurs. Ráðherra skipaði hópinn í júní 2006 og hefur hann nú skilað ítarlegri skýrslu sem snýr að grunn- og framhaldsskólum.Þar er meðal annars lagt til að breytingar verði gerðar á námskrám og kennsluháttum í grunn- og framhaldsskólum með það að markmiði að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir og undirbúa nemendur betur fyrir líf og starf á 21. öldinni. Þá vill hópurinn að réttur grunnskólanema til að stunda nám í framhaldsskólum samhliða námi í grunnskólanum, eins og sumir hafa gert, verði lögfestur.Þá verði skylt að tryggja rétt nemenda til náms við hæfi í framhaldsskólum til 18 ára aldurs en núverandi kerfi tryggir einungis rétt 16 ára nemenda til að hefja nám í framhaldsskóla.Í námi til stúdentsprófs gerir hópurinn ráð fyrir aukinni jafngildingu bóknáms og verknáms, aukinni ábyrgð einstakra framhaldsskóla á skilgreiningu námsins og auknu vali nemenda. Nemendur fái þannig aukinn rétt til að setja saman nám sitt með hliðsjón af áformum sínum um nám og störf að loknum framhaldsskóla. Þá vill hópurinn að byggt verði ofan á núverandi starfsmenntabrautir, en lagarammi þess er óljós við núverandi aðstæður að mati hópsins.Þá vill starfshópur menntamálaráðherra að ráðgjafa- og stoðkerfi skólanna verði eflt til muna þannig að aukið val nemenda og svigrúm skóla til að móta námsframboð sitt nýtist í þágu betri og meiri menntunar.Skýrslu starfshópsins má nálgast í heild sinni hér.
Kosningar 2007 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Sjá meira