Samfylkingin vill vera burðarafl í ríkisstjórninni 14. apríl 2007 17:59 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag. Kosningar 2007 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag.
Kosningar 2007 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira