Samfylkingin vill vera burðarafl í ríkisstjórninni 14. apríl 2007 17:59 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag. Kosningar 2007 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag.
Kosningar 2007 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira