KR-ingar hafa tekið 2-1 forystu gegn Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir frækinn 96-92 sigur í Njarðvík í dag. KR-ingar höfðu nauma forystu í hálfleik en heimamenn höfðu góð tök á leiknum þangað til í lokin þegar KR-ingar sigu framúr og tryggðu sér sigur á lokamínútunum eins og í síðasta leik.
Tyson Patterson var frábær í liði KR og skoraði 30 stig, en Jeb Ivey og Brenton Birmingham skoruðu 19 hvor fyrir Njarðvík í æsilegum leik. KR-ingar geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli í næsta leik.
Magnaður sigur KR í Njarðvík

Mest lesið




Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn


Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað
Íslenski boltinn