Ársreikningar samþykktir með 63 milljóna króna afgangi 14. apríl 2007 11:15 Dagskrá landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll er þéttskipuð í allan dag. Í morgun voru ársreikningar Samfylkingarinnar samþykktir með rúmlega 63 milljóna króna afgangi, sem gerir meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum að því er segir á heimasíðu flokksins. Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum, þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. Landsfundurinn var settur í gær og stendur fram á sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins sagði í setningarávarpi sínu í gær að í landinu hefðu risið harðari deilur en dæmi væru um í langan tíma, deilur þar sem stjórnarflokkarnir væru í aðalhlutverki. Þar nefndi hún fjölmiðlamálið, olíusamráðið, Baugsmálið, einkavæðinguna og nú síðast auðlindamálið. Hún sagði að tvö mál væru eins og fleinn í holdi þjóðarinnar eftir stjórnartíð ríkisstjórnarinnar, Íraksmálið og eftirlaunamálið.Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er þétt dagskrá í dag. Skilafrestur til framboða til miðstjórnar rennur út klukkan 13 og þá hefjafst líka umræður og afgreiðsla ályktana. Landsfundarhóf verður svo haldið í kvöld á Broadway.Hjá Samfylkinginni verða umræður um ályktanir og niðurstöður starfshópa eftir hádegið. Kosning til formanns framkvæmdastjórnar verður kl. 13.00 -13.45 og kosning í framkvæmdastjórn þar á eftir. Afgreiðsla ályktana og kosningastefnu hefst uppúr klukkan 15 og því næst kosning í flokksstjórn og verkalýðsráð.Flokkarnir sýna beint frá landsfundunum sínum á netinu. Tenglar á útsendingarnar verða efst í hægri dálki á forsíðu vísir.is.------Dagskrá landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll á vef flokksinsDagskrá landsfundar Sjálfstæðismanna í Laugardalshöll á vef flokksinsBein útsending frá landsfundi Samfylkingar Kosningar 2007 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Dagskrá landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll er þéttskipuð í allan dag. Í morgun voru ársreikningar Samfylkingarinnar samþykktir með rúmlega 63 milljóna króna afgangi, sem gerir meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum að því er segir á heimasíðu flokksins. Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum, þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. Landsfundurinn var settur í gær og stendur fram á sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins sagði í setningarávarpi sínu í gær að í landinu hefðu risið harðari deilur en dæmi væru um í langan tíma, deilur þar sem stjórnarflokkarnir væru í aðalhlutverki. Þar nefndi hún fjölmiðlamálið, olíusamráðið, Baugsmálið, einkavæðinguna og nú síðast auðlindamálið. Hún sagði að tvö mál væru eins og fleinn í holdi þjóðarinnar eftir stjórnartíð ríkisstjórnarinnar, Íraksmálið og eftirlaunamálið.Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er þétt dagskrá í dag. Skilafrestur til framboða til miðstjórnar rennur út klukkan 13 og þá hefjafst líka umræður og afgreiðsla ályktana. Landsfundarhóf verður svo haldið í kvöld á Broadway.Hjá Samfylkinginni verða umræður um ályktanir og niðurstöður starfshópa eftir hádegið. Kosning til formanns framkvæmdastjórnar verður kl. 13.00 -13.45 og kosning í framkvæmdastjórn þar á eftir. Afgreiðsla ályktana og kosningastefnu hefst uppúr klukkan 15 og því næst kosning í flokksstjórn og verkalýðsráð.Flokkarnir sýna beint frá landsfundunum sínum á netinu. Tenglar á útsendingarnar verða efst í hægri dálki á forsíðu vísir.is.------Dagskrá landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll á vef flokksinsDagskrá landsfundar Sjálfstæðismanna í Laugardalshöll á vef flokksinsBein útsending frá landsfundi Samfylkingar
Kosningar 2007 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira