
Körfubolti
KR-ingar í úrslit

KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld með ævintýralegum sigri á Snæfelli 76-74 í framlengdum oddaleik í vesturbænum. Darri Hilmarsson skoraði sigurkörfu KR þegar nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingunni. Brynjar Björnsson hafði áður skotið KR í framlengingu með þriggja stiga körfu í lokin. Snæfell var með forystu lengst af í leiknum í dag en heimamenn stálu sigrinum í lokin.