
Körfubolti
Snæfell - KR í beinni á Sýn í kvöld

Snæfell og KR mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. KR vann fyrsta leikinn naumlega á heimavelli eftir æsilegar lokamínútur. Þá verða einnig á dagskrá tveir leikir í undanúrslitum kvenna þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík og Haukar mæta ÍS. Staðan í báðum rimmum er 1-1, en kvennaleikirnir hefjast klukkan 19:15.