Hinn serbneski morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fær ekki að afplána lífstíðar fangelsisdóm sinn í Serbíu. Sænsk fangelsisyfirvöld höfnuðu beiðni þar um, eftir að hafa fengið þau svör frá Serbíu að óljóst væri hvort refsing hans yrði stytt þar.
Mijailo Mijailovic myrti Önnu Lindh, með hnífi, í stórverslun í Svíþjóð árið 2003. Sænsk yfirvöld segja að hann hafi rétt til þess að áfrýja úrskurði fangelsisyfirvalda.