Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi 19. janúar 2007 14:48 Bubbi spáir flugeldasýningu á Sýn annað kvöld, þar sem hann og Ómar Ragnarsson munu m.a. lýsa bardaga Ricky Hatton og Juan Urango mynd/gva Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi. Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi.
Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira