

Við áramót
Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einkavæðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar.
Róið í sitt hvora áttinaNúverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Afleiðingarnar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versnandi á næstu árum vegna hækkandi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir lausatökin.
Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylkingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom.
Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Skortur á prinsippumRíkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í landinu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðisflokksins höfðu á teikniborðinu.
Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfirvarpi að ekki mætti markaðsvæða útrásarmöguleika orkufyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Landsvirkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir samstarfsaðilar.
Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átakaVið félaga mína í Framsóknarflokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknarmenn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá baráttu. Við munum skerpa á stefnumálum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum.
Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarandstöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð.
Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórnar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi.
Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.
Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Skoðun

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar