Einelti fullorðinna ekki bundið við vinnustaði 20. desember 2007 06:00 Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun