Svo skal böl bæta Árni Finnsson skrifar 19. september 2007 00:01 Nú verður ekki lengur hjá því komist að viðurkenna að loftslagsbreytingar eru staðreynd. Tugmilljónir manna munu flosna upp og lenda á vergangi verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda hið fyrsta. Vísindasamfélagið er einhuga um að helminga verði útblástur í heiminum fyrir miðja þessa öld miðað við 1990. Enn eru þó nokkrar eftirlegukindur eftir sem ekkert vilja aðhafast. Eftir að hafa um áraraðir vitnað í hvern tóbaksvísindamanninn á fætur öðrum um markleysi loftslagsbreytinga vitna nú sumir hægrimenn ákaft til skrifa Bjørns Lomborgs – sem ekki dregur loftslagsbreytingar í efa. Heldur er kenning Lomborgs sú, að hvað sem loftslagsbreytingum líði, þá borgi sig ekki að gera neitt í málinu – það þýði ekkert og sé alltof dýrt. Að hans mati eru önnur vandamál meira knýjandi. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað,“ er rökfærsla Lomborgs. Til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur ráðandi meðal hægrimanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tekið forystu um alþjóðlegar aðgerðir um framhald Kyoto-bókunarinnar. Annar hægrimaður, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, beitir sér nú fyrir hækkun bensínskatts til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og telur loftslagsmálin mikilvægasta viðfangsefni sinnar ríkisstjórnar. Leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi keppir nú við Gordon Brown um hylli kjósenda með yfirboðum í loftslagsmálum. Sennilega er Geir H. Haarde eini leiðtogi hægrimanna í Evrópu sem enn hefur ekki látið að sér kveða í umræðu um loftslagsmál. Skýringin er vafalaust sú að innan Sjálfstæðisflokksins eru áhrifamiklir einstaklingar sem ekki má styggja og geta ekki viðurkennt að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir trúðu málpípum olíurisans Exxon Mobil. Þessir menn eru nú komnir í sömu stöðu og gömlu kommarnir sem ekki vildu viðurkenna tilvist Gúlagsins en töluðu þeim mun meira um illvirki Bandaríkjamanna. Lomborg er þessum hægrimönnum huggun harmi gegn – en það verður skammgóður vermir.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Tengdar fréttir Lyf og orka Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. 19. september 2007 00:01 Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Skoðun Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú verður ekki lengur hjá því komist að viðurkenna að loftslagsbreytingar eru staðreynd. Tugmilljónir manna munu flosna upp og lenda á vergangi verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda hið fyrsta. Vísindasamfélagið er einhuga um að helminga verði útblástur í heiminum fyrir miðja þessa öld miðað við 1990. Enn eru þó nokkrar eftirlegukindur eftir sem ekkert vilja aðhafast. Eftir að hafa um áraraðir vitnað í hvern tóbaksvísindamanninn á fætur öðrum um markleysi loftslagsbreytinga vitna nú sumir hægrimenn ákaft til skrifa Bjørns Lomborgs – sem ekki dregur loftslagsbreytingar í efa. Heldur er kenning Lomborgs sú, að hvað sem loftslagsbreytingum líði, þá borgi sig ekki að gera neitt í málinu – það þýði ekkert og sé alltof dýrt. Að hans mati eru önnur vandamál meira knýjandi. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað,“ er rökfærsla Lomborgs. Til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur ráðandi meðal hægrimanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tekið forystu um alþjóðlegar aðgerðir um framhald Kyoto-bókunarinnar. Annar hægrimaður, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, beitir sér nú fyrir hækkun bensínskatts til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og telur loftslagsmálin mikilvægasta viðfangsefni sinnar ríkisstjórnar. Leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi keppir nú við Gordon Brown um hylli kjósenda með yfirboðum í loftslagsmálum. Sennilega er Geir H. Haarde eini leiðtogi hægrimanna í Evrópu sem enn hefur ekki látið að sér kveða í umræðu um loftslagsmál. Skýringin er vafalaust sú að innan Sjálfstæðisflokksins eru áhrifamiklir einstaklingar sem ekki má styggja og geta ekki viðurkennt að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir trúðu málpípum olíurisans Exxon Mobil. Þessir menn eru nú komnir í sömu stöðu og gömlu kommarnir sem ekki vildu viðurkenna tilvist Gúlagsins en töluðu þeim mun meira um illvirki Bandaríkjamanna. Lomborg er þessum hægrimönnum huggun harmi gegn – en það verður skammgóður vermir.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Lyf og orka Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. 19. september 2007 00:01
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar