Flautukarfa Pálmars var mun mikilvægari 3. september 2007 08:00 Einar Bollason hestamaður Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Einar var þjálfari íslenska liðsins árið 1986 þegar frægasta flautukarfa í sögu íslenska landsliðsins leit dagsins ljós en hún var líka skoruð á fjölum Laugardalshallarinnar. Pálmar Sigurðsson tryggði íslenska liðinu þá 75-72 sigur á Norðmönnum og þar með sæti í b-keppninni í fyrsta skiptið. „Karfan hans Pálmars er örugglega frægasta flautukarfan í sögu landsliðsins enda skipti hún ólíkt meira máli heldur en þessi karfa hjá Jakobi. Hún tryggði okkur sæti í b-úrslitum en b-úrslitin þá voru bara eins og hluti af a-úrslitunum núna því a-þjóðirnar voru bara fjórar efstu þjóðirnar plús heims- og Ólympíumeistarar,” rifjar Einar upp. „Þetta var algjör úrslitaleikur í riðlinum og þessi karfa var ekkert skoruð við þriggja stiga línuna heldur var hann svona tveimur metrum fyrir utan og ég held að hann hafi verið með hálft norska liðið í andlitinu á sér þegar hann lét vaða. Pálmar var ein mesta þriggja stiga skytta okkar á þessum tíma og honum var bara falið þetta,“ lýsir Einar, sem var mættur í Höllina til að fylgjast með landsliðinu gegn Georgíu. „Ég var búinn að gefa upp alla von því okkar menn voru búnir að fara svo illa að ráði sínu. Við hefðum átt að vera búnir að vinna þennan leik þremur til fjórum sóknum áður,” segir Einar og bætir við: „Þetta er tvímælalaust einn af okkar stóru sigrum í landsleikjasögunni því Sovétríkin hefðu getað sent fimm til sex landslið á Ólympíu- og heimsleika sem hefðu verið meðal tólf efstu. Georgía er eitt af þessum ríkjum þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. Ég held að við myndum ekki vinna marga leiki á móti þeim ef við færum í einhverja leikjarunu. Það breytir samt engu um úrslitin í fyrrakvöld sem voru alveg stórkostleg. Ég tek ofan fyrir okkar strákum og gamla landsliðshjartað tók kipp að sjá baráttuna í liðinu,” segir Einar. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Einar var þjálfari íslenska liðsins árið 1986 þegar frægasta flautukarfa í sögu íslenska landsliðsins leit dagsins ljós en hún var líka skoruð á fjölum Laugardalshallarinnar. Pálmar Sigurðsson tryggði íslenska liðinu þá 75-72 sigur á Norðmönnum og þar með sæti í b-keppninni í fyrsta skiptið. „Karfan hans Pálmars er örugglega frægasta flautukarfan í sögu landsliðsins enda skipti hún ólíkt meira máli heldur en þessi karfa hjá Jakobi. Hún tryggði okkur sæti í b-úrslitum en b-úrslitin þá voru bara eins og hluti af a-úrslitunum núna því a-þjóðirnar voru bara fjórar efstu þjóðirnar plús heims- og Ólympíumeistarar,” rifjar Einar upp. „Þetta var algjör úrslitaleikur í riðlinum og þessi karfa var ekkert skoruð við þriggja stiga línuna heldur var hann svona tveimur metrum fyrir utan og ég held að hann hafi verið með hálft norska liðið í andlitinu á sér þegar hann lét vaða. Pálmar var ein mesta þriggja stiga skytta okkar á þessum tíma og honum var bara falið þetta,“ lýsir Einar, sem var mættur í Höllina til að fylgjast með landsliðinu gegn Georgíu. „Ég var búinn að gefa upp alla von því okkar menn voru búnir að fara svo illa að ráði sínu. Við hefðum átt að vera búnir að vinna þennan leik þremur til fjórum sóknum áður,” segir Einar og bætir við: „Þetta er tvímælalaust einn af okkar stóru sigrum í landsleikjasögunni því Sovétríkin hefðu getað sent fimm til sex landslið á Ólympíu- og heimsleika sem hefðu verið meðal tólf efstu. Georgía er eitt af þessum ríkjum þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. Ég held að við myndum ekki vinna marga leiki á móti þeim ef við færum í einhverja leikjarunu. Það breytir samt engu um úrslitin í fyrrakvöld sem voru alveg stórkostleg. Ég tek ofan fyrir okkar strákum og gamla landsliðshjartað tók kipp að sjá baráttuna í liðinu,” segir Einar.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum