Flautukarfa Pálmars var mun mikilvægari 3. september 2007 08:00 Einar Bollason hestamaður Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Einar var þjálfari íslenska liðsins árið 1986 þegar frægasta flautukarfa í sögu íslenska landsliðsins leit dagsins ljós en hún var líka skoruð á fjölum Laugardalshallarinnar. Pálmar Sigurðsson tryggði íslenska liðinu þá 75-72 sigur á Norðmönnum og þar með sæti í b-keppninni í fyrsta skiptið. „Karfan hans Pálmars er örugglega frægasta flautukarfan í sögu landsliðsins enda skipti hún ólíkt meira máli heldur en þessi karfa hjá Jakobi. Hún tryggði okkur sæti í b-úrslitum en b-úrslitin þá voru bara eins og hluti af a-úrslitunum núna því a-þjóðirnar voru bara fjórar efstu þjóðirnar plús heims- og Ólympíumeistarar,” rifjar Einar upp. „Þetta var algjör úrslitaleikur í riðlinum og þessi karfa var ekkert skoruð við þriggja stiga línuna heldur var hann svona tveimur metrum fyrir utan og ég held að hann hafi verið með hálft norska liðið í andlitinu á sér þegar hann lét vaða. Pálmar var ein mesta þriggja stiga skytta okkar á þessum tíma og honum var bara falið þetta,“ lýsir Einar, sem var mættur í Höllina til að fylgjast með landsliðinu gegn Georgíu. „Ég var búinn að gefa upp alla von því okkar menn voru búnir að fara svo illa að ráði sínu. Við hefðum átt að vera búnir að vinna þennan leik þremur til fjórum sóknum áður,” segir Einar og bætir við: „Þetta er tvímælalaust einn af okkar stóru sigrum í landsleikjasögunni því Sovétríkin hefðu getað sent fimm til sex landslið á Ólympíu- og heimsleika sem hefðu verið meðal tólf efstu. Georgía er eitt af þessum ríkjum þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. Ég held að við myndum ekki vinna marga leiki á móti þeim ef við færum í einhverja leikjarunu. Það breytir samt engu um úrslitin í fyrrakvöld sem voru alveg stórkostleg. Ég tek ofan fyrir okkar strákum og gamla landsliðshjartað tók kipp að sjá baráttuna í liðinu,” segir Einar. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Einar var þjálfari íslenska liðsins árið 1986 þegar frægasta flautukarfa í sögu íslenska landsliðsins leit dagsins ljós en hún var líka skoruð á fjölum Laugardalshallarinnar. Pálmar Sigurðsson tryggði íslenska liðinu þá 75-72 sigur á Norðmönnum og þar með sæti í b-keppninni í fyrsta skiptið. „Karfan hans Pálmars er örugglega frægasta flautukarfan í sögu landsliðsins enda skipti hún ólíkt meira máli heldur en þessi karfa hjá Jakobi. Hún tryggði okkur sæti í b-úrslitum en b-úrslitin þá voru bara eins og hluti af a-úrslitunum núna því a-þjóðirnar voru bara fjórar efstu þjóðirnar plús heims- og Ólympíumeistarar,” rifjar Einar upp. „Þetta var algjör úrslitaleikur í riðlinum og þessi karfa var ekkert skoruð við þriggja stiga línuna heldur var hann svona tveimur metrum fyrir utan og ég held að hann hafi verið með hálft norska liðið í andlitinu á sér þegar hann lét vaða. Pálmar var ein mesta þriggja stiga skytta okkar á þessum tíma og honum var bara falið þetta,“ lýsir Einar, sem var mættur í Höllina til að fylgjast með landsliðinu gegn Georgíu. „Ég var búinn að gefa upp alla von því okkar menn voru búnir að fara svo illa að ráði sínu. Við hefðum átt að vera búnir að vinna þennan leik þremur til fjórum sóknum áður,” segir Einar og bætir við: „Þetta er tvímælalaust einn af okkar stóru sigrum í landsleikjasögunni því Sovétríkin hefðu getað sent fimm til sex landslið á Ólympíu- og heimsleika sem hefðu verið meðal tólf efstu. Georgía er eitt af þessum ríkjum þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. Ég held að við myndum ekki vinna marga leiki á móti þeim ef við færum í einhverja leikjarunu. Það breytir samt engu um úrslitin í fyrrakvöld sem voru alveg stórkostleg. Ég tek ofan fyrir okkar strákum og gamla landsliðshjartað tók kipp að sjá baráttuna í liðinu,” segir Einar.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira