Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara 17. ágúst 2007 00:01 Ljósleiðari var lagður um landið í lok níunda áratugarins, og tók NATO þátt í kostnaðinum í skiptum fyrir afnot af þremur ljósleiðarapörum af átta. Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði." Tækni Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði."
Tækni Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira