Verslunarmannahelgin og útihátíðir 3. ágúst 2007 05:15 Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar