Meirihlutinn heldur velli 29. apríl 2007 09:00 Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18. Kosningar 2007 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18.
Kosningar 2007 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira