Lykilleikur lokaúrslitanna 14. apríl 2007 00:01 Njarðvíkingurinn Egill Jónasson ver hér skot KR-ingsins Baldur Ólafssonar. MYND/Anton Brink Njarðvík tekur á móti KR í þriðja leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í Ljónagryfjunni í Njarðvík í dag. Njarðvík vann fyrsta leikinn með 21 stigi á heimavelli en KR jafnaði einvígið með 6 stiga sigri í öðrum leiknum í DHL-Höllinni. Það má búast troðfullu húsi og ótrúlegu andrúmslofti alveg eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Þá er einnig ljóst að menn þurfa að mæta snemma því það komast að færri en vilja í húsið sem tekur mun færri áhorfendur en DHL-Höllin sem var full í síðasta leik. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, talaði um það eftir sigur KR í öðrum leiknum á fimmtudagskvöldið að leikurinn í dag myndi skera úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari og ef sagan er skoðuð þá styður hún það. Það lið sem hefur unnið þriðja leik úrslitaeinvígisins hefur verið Íslandsmeistari fimm síðustu ár og níu sinnum á síðustu tíu árum. Það er aðeins árið 2001 sem sker sig úr en Njarðvík komst þá í 2-0 gegn Tindastól en mistókst að tryggja sér titilinn á heimavelli í þriðja leiknum. Njarðvik vann hins vegar fjórða leikinn á Króknum og vann titilinn. Skarphéðinn Ingason gefur Brenton Birmingham ekki mikið pláss til athafna sig á vellinum. MYND/Anton Brink Síðasta liðið til þess að lenda 2-1 undir og vinna titilinn var lið Njarðvíkur árið 1994 en Grindavík komst þá í 2-1 í úrslitaeinvíginu. Njarðvík vann titilinn eftir eins stigs útisigur í oddaleik. Ætli KR-ingar að vinna þriðja leikinn þurfa þeir að finna leiðir til þess að binda enda á 29 leikja og sextán mánaða sigurgöngu Njarðvíkinga í Ljónagryjfunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína síðan 4. desember 2005 en þá vann Grindavík þar sigur í framlengingu. Þetta er jafnframt eina tap NJarðvíkurliðsisn síðan að ÍR-ingar "stálu" fyrsta leiknum gegn þeim í átta liða úrslitunum úrslitakeppninnar í mars 2005. Það er því ekki nóg með að Njarðvíkurliðið geti unnið sinn 30. leik í röð í dag heldur státar liðið af 97% sigurhlutfalli í húsinu undanfarin tvö tímabil. KR-ingar þekkja það orðið eins og önnur lið að koma tómhentir heim úr Ljónagryfjunni en þeir hafa tapað níu leikjum í röð í húsinu og unnu þar síðast 13. desember 2002. Dominos-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Njarðvík tekur á móti KR í þriðja leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í Ljónagryfjunni í Njarðvík í dag. Njarðvík vann fyrsta leikinn með 21 stigi á heimavelli en KR jafnaði einvígið með 6 stiga sigri í öðrum leiknum í DHL-Höllinni. Það má búast troðfullu húsi og ótrúlegu andrúmslofti alveg eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Þá er einnig ljóst að menn þurfa að mæta snemma því það komast að færri en vilja í húsið sem tekur mun færri áhorfendur en DHL-Höllin sem var full í síðasta leik. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, talaði um það eftir sigur KR í öðrum leiknum á fimmtudagskvöldið að leikurinn í dag myndi skera úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari og ef sagan er skoðuð þá styður hún það. Það lið sem hefur unnið þriðja leik úrslitaeinvígisins hefur verið Íslandsmeistari fimm síðustu ár og níu sinnum á síðustu tíu árum. Það er aðeins árið 2001 sem sker sig úr en Njarðvík komst þá í 2-0 gegn Tindastól en mistókst að tryggja sér titilinn á heimavelli í þriðja leiknum. Njarðvik vann hins vegar fjórða leikinn á Króknum og vann titilinn. Skarphéðinn Ingason gefur Brenton Birmingham ekki mikið pláss til athafna sig á vellinum. MYND/Anton Brink Síðasta liðið til þess að lenda 2-1 undir og vinna titilinn var lið Njarðvíkur árið 1994 en Grindavík komst þá í 2-1 í úrslitaeinvíginu. Njarðvík vann titilinn eftir eins stigs útisigur í oddaleik. Ætli KR-ingar að vinna þriðja leikinn þurfa þeir að finna leiðir til þess að binda enda á 29 leikja og sextán mánaða sigurgöngu Njarðvíkinga í Ljónagryjfunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína síðan 4. desember 2005 en þá vann Grindavík þar sigur í framlengingu. Þetta er jafnframt eina tap NJarðvíkurliðsisn síðan að ÍR-ingar "stálu" fyrsta leiknum gegn þeim í átta liða úrslitunum úrslitakeppninnar í mars 2005. Það er því ekki nóg með að Njarðvíkurliðið geti unnið sinn 30. leik í röð í dag heldur státar liðið af 97% sigurhlutfalli í húsinu undanfarin tvö tímabil. KR-ingar þekkja það orðið eins og önnur lið að koma tómhentir heim úr Ljónagryfjunni en þeir hafa tapað níu leikjum í röð í húsinu og unnu þar síðast 13. desember 2002.
Dominos-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum