Afrakstur Íslandsferðar DiCaprio kemur fyrir augu heimsbyggðarinnar 4. apríl 2007 09:15 DiCaprio og Knútur taka sig vel út á forsíðu Vanity Fair Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira
Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira