Málflutningur frjálslyndra sagður vera ógeðfelldur 2. apríl 2007 06:45 „Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“ Kosningar 2007 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“
Kosningar 2007 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira