Neita að upplýsa um kreditkort ráðherra 2. apríl 2007 06:45 Notkun kreditkorta ráðherra á nafni ríkisins er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og ekki til persónulegra innkaupa. MYND/Pjetur Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta." Kosningar 2007 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta."
Kosningar 2007 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira