Lífið

Úr ranni Karmelsystra

Í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði er verslun þar sem nunnurnar selja ýmsa listmuni eins og kerti, kort, gestabækur, tónlist, myndir, útsaum, skrautskrift og íkona. Úrvalið er mikið og erfitt að velja á milli alls hins fallega handverks sem ber fyrir augu.

Í versluninni má finna vandað og gott úrval fermingarkerta af ýmsum stærðum og gerðum og hægt er að láta útbúa kerti að eigin ósk með skrautskrift og myndum.

Einnig er hægt að fá gestabækur í stíl sem og fermingarkort. En sjón er sögu ríkari og mælum við með ferð í Hafnarfjörðinn til að heimsækja hinar geðþekku systur og skoða listmunina sem til boða standa. Taka má forskot á sæluna og kíkja á heimasíðu systranna www.karmel.is en þar má finna allar helstu upplýsingar sem og myndir sem sýna brot af úrvalinu.

Handmálaðar gestabækur og kort.

.

Fermingarkertin frá nunnunum eru tíguleg.

.

Hjá nunnunum má fá kerti fyrir mörg tilefni.
.
Karmelsystur búa einnig til fermingarkort.

.

Kertin er hægt að fá í mörgum litum.
.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×