Hefjum merkið á loft Guðni Ágústsson skrifar 20. janúar 2007 00:01 Framsóknarflokkurinn getur borið höfuðið hátt eftir störf sín í ríkisstjórn undanfarin 12 ár. Þegar við settumst í ríkisstjórn voru hér 12-14.000 manns án atvinnu, fjöldi manna var að missa heimili sín. Margir leituðu til annarra landa eftir atvinnu. Nú er þannig um að litast í þjóðfélaginu að hér er bjartsýni og uppgangur á öllum sviðum, allir hafa atvinnu og við höfum þurft að kalla til 12.-14.000 erlenda verkamenn að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hér fer fram. Þjóðin veit að ríkisstjórnin hefur unnið gott starf í hennar þágu. Ný skoðanakönnun Capacent sýnir að 33% landsmanna segjast sannfærðir um að lífskjör þeirra muni batna á þessu ári frá því sem verið hefur. Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er nátengd framfarasókn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni. Í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í framgangi allra stærstu hagsmunamála íslensku þjóðarnnar. Það er staðreynd, sem ekki fer hátt í umræðunni í samtímanum, að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslenskum stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jónssonar. Ást og virðing fyrir landinu og náttúru þess er og verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunnin. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldraðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsóknarmanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu atvinnulífi og tryggja síðan að afraksturinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa við lökust kjörin. Í dag, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suðurkjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet alla framsóknarmenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir endurnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslistans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna 12. maí í vor. Höfundur er landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn getur borið höfuðið hátt eftir störf sín í ríkisstjórn undanfarin 12 ár. Þegar við settumst í ríkisstjórn voru hér 12-14.000 manns án atvinnu, fjöldi manna var að missa heimili sín. Margir leituðu til annarra landa eftir atvinnu. Nú er þannig um að litast í þjóðfélaginu að hér er bjartsýni og uppgangur á öllum sviðum, allir hafa atvinnu og við höfum þurft að kalla til 12.-14.000 erlenda verkamenn að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hér fer fram. Þjóðin veit að ríkisstjórnin hefur unnið gott starf í hennar þágu. Ný skoðanakönnun Capacent sýnir að 33% landsmanna segjast sannfærðir um að lífskjör þeirra muni batna á þessu ári frá því sem verið hefur. Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er nátengd framfarasókn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni. Í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í framgangi allra stærstu hagsmunamála íslensku þjóðarnnar. Það er staðreynd, sem ekki fer hátt í umræðunni í samtímanum, að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslenskum stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jónssonar. Ást og virðing fyrir landinu og náttúru þess er og verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunnin. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldraðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsóknarmanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu atvinnulífi og tryggja síðan að afraksturinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa við lökust kjörin. Í dag, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suðurkjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet alla framsóknarmenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir endurnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslistans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna 12. maí í vor. Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun