
Sport
Taylor varði titla sína

Bandaríkjamaðurinn Jermain Taylor varði í nótt WBC og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Úgandamanninum Kassim Ouma í heimabæ sínum Little Rock í Arkansas. Taylor reyndi hvað hann gat til að rota andstæðing sinn en það tókst honum ekki og varð hann að láta sér nægja að sigra á stigum. Bardaginn var sýndur beint á Sýn.