New Jersey - Dallas í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Dallas hafði unnið 12 leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Washington í nótt og því verður áhugavert að sjá hvort liðið nær að rétta úr kútnum gegn Nets í kvöld. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti.