LA Clippers - Seattle í beinni í nótt

Leikur Los Angeles Clippers og Seattle Supersonics verður á dagskrá NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Lið Clippers heldur uppteknum hætti frá í fyrra og hefur byrjað leiktíðina mjög vel svo hætt er við því að Seattle eigi á brattann að sækja í Staples Center í nótt.