Besta byrjun í sögu Utah Jazz 21. nóvember 2006 13:57 Carlos Boozer hefur farið á kostum í upphafi leiktíðar með Utah Jazz og nýtir tæplega 59% skota sinna utan af velli NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah á 25. afmælisdegi sínum. Hann skoraði 35 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 14 af16 skotum sínum utan af velli. Nýliðinn Paul Millsap fór einnig á kostum og skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Chris Bosh skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst hjá Toronto, sem tapaði öllum leikjunum á nýafstöðnu ferðalagi sínu. Dallas vann sjötta leik sinn í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu. Dallas lagði Charlotte 93-85 í nótt þrátt fyrir að lykilmenn liðsins hafi verið langt frá sínu besta. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas en Emeka Okafor skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og bætti persónulegt met sitt og félagsmet með 8 vörðum skotum. Houston lagði New York í annað sinn á nokkrum dögum 97-90. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Houston, en Jamal Crawford skoraði 25 stig fyrir New York. Memphis batt enda á sjö leikja taphrinu með sigri á Orlando 95-86 á heimavelli í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwight Howard var með enn einn tröllaleikinn fyrir Orlando og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst, en Hakim Warrick skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis. San Antonio lagði Portland 107-98 á útivelli og hefur þar með unnið alla útileiki sína á leiktíðinni. Tim Duncan og Manu Ginobili skoruðu 25 stig hvor fyrir San Antonio, en Ginobili skoraði 18 af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph skoraði 23 stig fyrir Portland. Seattle skellti New Jersey á útivelli 99-87. Ray Allen skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle, en Vince Carters skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Loks vann Phoenix sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni með því að leggja Golden State 113-110. Steve Nash var að nýju í liði Phoenix og tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Raja Bell skoraði 22 stig, öll í síðari hálfleik, Nash var með 19 stig og 15 stoðsendingar og Shawn Marion með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Golden State var Monta Ellis atkvæðamestur með 31 stig og Mickael Pietrus skoraði 24 stig. Golden State var án Baron Davis sem var meiddur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah á 25. afmælisdegi sínum. Hann skoraði 35 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 14 af16 skotum sínum utan af velli. Nýliðinn Paul Millsap fór einnig á kostum og skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Chris Bosh skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst hjá Toronto, sem tapaði öllum leikjunum á nýafstöðnu ferðalagi sínu. Dallas vann sjötta leik sinn í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu. Dallas lagði Charlotte 93-85 í nótt þrátt fyrir að lykilmenn liðsins hafi verið langt frá sínu besta. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas en Emeka Okafor skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og bætti persónulegt met sitt og félagsmet með 8 vörðum skotum. Houston lagði New York í annað sinn á nokkrum dögum 97-90. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Houston, en Jamal Crawford skoraði 25 stig fyrir New York. Memphis batt enda á sjö leikja taphrinu með sigri á Orlando 95-86 á heimavelli í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwight Howard var með enn einn tröllaleikinn fyrir Orlando og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst, en Hakim Warrick skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis. San Antonio lagði Portland 107-98 á útivelli og hefur þar með unnið alla útileiki sína á leiktíðinni. Tim Duncan og Manu Ginobili skoruðu 25 stig hvor fyrir San Antonio, en Ginobili skoraði 18 af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph skoraði 23 stig fyrir Portland. Seattle skellti New Jersey á útivelli 99-87. Ray Allen skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle, en Vince Carters skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Loks vann Phoenix sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni með því að leggja Golden State 113-110. Steve Nash var að nýju í liði Phoenix og tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Raja Bell skoraði 22 stig, öll í síðari hálfleik, Nash var með 19 stig og 15 stoðsendingar og Shawn Marion með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Golden State var Monta Ellis atkvæðamestur með 31 stig og Mickael Pietrus skoraði 24 stig. Golden State var án Baron Davis sem var meiddur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira