Klitschko mætir Calvin Brock

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá bardaga Wladimir Klitschko og Calvin Brock, þar sem Úkraínumaðurinn ver heimsmeistaratitil sinn hjá IBF sambandinu. Bardaginn fer fram í Madison Square Garden í New York og auk þungavigtarbardagans verður m.a. Laila Ali í sviðsljósinu, en hún er dóttir Muhammad Ali.