"Rasheed reglan" farin að taka sinn toll 3. nóvember 2006 16:44 Rasheed Wallace var ekki lengi að láta reyna á nýjar áherslur í dómgæslu í NBA deildinni - sem gárungarnir eru nú búnir að skíra í höfuðið á honum NordicPhotos/GettyImages Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira