San Antonio lagði Dallas 3. nóvember 2006 13:31 Dirk Nowitzki keyrir hér á Tim Duncan í leik Dallas og San Antonio í nótt, en annars var Þjóðverjinn sterki í góðri gæslu hjá Francisco Elson í leiknum NordicPhotos/GettyImages Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni liðna nótt og voru þeir báðir sýndir beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland. San Antonio vann baráttusigur á Dallas í uppgjöri Texasrisanna og LA Clippers vann sigur á Denver þar sem Carmelo Anthony var hent út úr húsi. San Antonio lagði Dallas 97-91 í spennandi leik á útivelli eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Sigurinn hefur eflaust verið leikmönnum San Antonio nokkuð mikilvægur því liðið tapaði fyrir Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar í vor í háspennu seríu sem var líklega sú besta í allri úrslitakeppninni. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas, Josh Howard skoraði 20 stig og Jason Terry 14 stig. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 19 stig, Manu Ginobili skoraði 16 stig og Bruce Bowen og Tim Duncan skoruðu 13 stig, auk þess sem Duncan hirti 10 fráköst. Dallas vann í fyrra alla 19 leikina þar sem Josh Howard skoraði 20 stig eða meira, en tapaði strax í fyrsta leik á þessari leiktíð þó Howard næði 20 stigum. San Antonio hefur aldrei tapað opnunarleik sínum síðan Tim Duncan kom til liðsins sem nýliði á sínum tíma. LA Clippers vann nauman sigur á Denver 96-95 á heimavelli sínum, þar sem Carmelo Anthony var hent út úr húsi fyrir að fá tvær tæknivillur snemma í þriðja leikhluta. Þá fyrri fékk hann fyrir að tuða í dómara og þá síðari fyrir að henda ennisbandi sínu á völlinn þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Hinn 37 ára gamli Sam Cassell var atkvæðamestur í liði Clippers með 35 stig og varamaðurinn Tim Thomas sem kom til liðsins frá Phoenix í sumar skoraði 21 stig. JR Smith skoraði 21 stig fyrir Denver, Marcus Camby skoraði 16 stig og hirti 18 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Earl Boykins skoruðu 15 stig hvor. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni liðna nótt og voru þeir báðir sýndir beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland. San Antonio vann baráttusigur á Dallas í uppgjöri Texasrisanna og LA Clippers vann sigur á Denver þar sem Carmelo Anthony var hent út úr húsi. San Antonio lagði Dallas 97-91 í spennandi leik á útivelli eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Sigurinn hefur eflaust verið leikmönnum San Antonio nokkuð mikilvægur því liðið tapaði fyrir Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar í vor í háspennu seríu sem var líklega sú besta í allri úrslitakeppninni. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas, Josh Howard skoraði 20 stig og Jason Terry 14 stig. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 19 stig, Manu Ginobili skoraði 16 stig og Bruce Bowen og Tim Duncan skoruðu 13 stig, auk þess sem Duncan hirti 10 fráköst. Dallas vann í fyrra alla 19 leikina þar sem Josh Howard skoraði 20 stig eða meira, en tapaði strax í fyrsta leik á þessari leiktíð þó Howard næði 20 stigum. San Antonio hefur aldrei tapað opnunarleik sínum síðan Tim Duncan kom til liðsins sem nýliði á sínum tíma. LA Clippers vann nauman sigur á Denver 96-95 á heimavelli sínum, þar sem Carmelo Anthony var hent út úr húsi fyrir að fá tvær tæknivillur snemma í þriðja leikhluta. Þá fyrri fékk hann fyrir að tuða í dómara og þá síðari fyrir að henda ennisbandi sínu á völlinn þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Hinn 37 ára gamli Sam Cassell var atkvæðamestur í liði Clippers með 35 stig og varamaðurinn Tim Thomas sem kom til liðsins frá Phoenix í sumar skoraði 21 stig. JR Smith skoraði 21 stig fyrir Denver, Marcus Camby skoraði 16 stig og hirti 18 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Earl Boykins skoruðu 15 stig hvor.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira