Meira en 40 Írökum hefur verið rænt í árás á strætisvagna sem voru á leið til Bagdad um hádegisbil í dag samkvæmt fregnum frá lögreglunni í Tíkrít.
Talsmaður írösku lögreglunnar í sunníta hverfinu í Salahaddin sagði að um 42 væri saknað eftir árásina sem var gerð um 30 kílómetra fyrir utan norðurhluta Bagdad.