Spænska ríkisstjórnin vill frekari sannanir fyrir því að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA sé hætt ofbeldisverkum, áður en hún gengur til friðarviðræðna.
Liðsmenn ETA eru grunaðir um að hafa staðið á bakvið stuld á meira en þrjúhundruð byssum í franskri vopnaverksjuðju, í síðustu viku. Hreyfingin lýsti yfir vopnahléi í mars síðastliðnum. Jose Luis Zapatero, forsætisráðhera Spánar, sagði í dag að stjórnvöld væru varlega bjartsýn um árangur af friðarviðræðum.
ETA hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki Baska á Norður-Spáni í fjörutíu ár, með morðum og sprengjuárásum, sem hafa kostað tugi manna lífið.