Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða 17. október 2006 19:43 Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira