Krefst rannsóknar á framgöngu lögreglu gegn mótmælendum 9. ágúst 2006 11:00 Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast af hörkulegri framgöngu og aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum Kárhnjúkavirkjunar, ferðalöngum og náttúruunnendum sem fara um hálendið í nánd við virkjunarsvæðin norðan Vatnajökuls og jafnvel þótt í verulegri fjarlægð sé frá öllum framkvæmdasvæðum sem tengjast byggingu virkjunarinnar. Í ályktun flokksstjórnar er minnt á að tjáningar- og skoðanafrelsi eru meðal hornsteina lýðræðis- og réttarríkisins og þar með rétturinn til að láta álit sitt í ljós og mótmæla enda sé það gert á friðsamlegan og viðeigandi hátt. Þá krefst flokkstjórn VG þess að þegar í stað fari fram rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins, eins og segir í ályktun flokksstjórnar VG. Ennfremur segir að kanna þurfi sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi. Lýsingar fólks af vettvangi á harkalegum aðgerðum lögreglu sem birst hafi í fjölmiðlum gefi fullt tilefni til tafarlausrar hlutlausrar rannsóknar. Þurfi ekki síður að hafa í huga orðstír lögreglumanna en mannréttindi og frelsi hins almenna borgara í þessu sambandi. Komi í ljós að lögreglan hafi farið offari, hvað þá gerst sek um ólögmætt athæfi, telur flokksstjórn VG að þurfi þegar í stað að grípa til aðgerða svo slíkt endurtaki sig ekki og þeir sem þar bera ábyrgð svari síðan til saka fyrir dómstólum. Fréttir Innlent Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast af hörkulegri framgöngu og aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum Kárhnjúkavirkjunar, ferðalöngum og náttúruunnendum sem fara um hálendið í nánd við virkjunarsvæðin norðan Vatnajökuls og jafnvel þótt í verulegri fjarlægð sé frá öllum framkvæmdasvæðum sem tengjast byggingu virkjunarinnar. Í ályktun flokksstjórnar er minnt á að tjáningar- og skoðanafrelsi eru meðal hornsteina lýðræðis- og réttarríkisins og þar með rétturinn til að láta álit sitt í ljós og mótmæla enda sé það gert á friðsamlegan og viðeigandi hátt. Þá krefst flokkstjórn VG þess að þegar í stað fari fram rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins, eins og segir í ályktun flokksstjórnar VG. Ennfremur segir að kanna þurfi sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi. Lýsingar fólks af vettvangi á harkalegum aðgerðum lögreglu sem birst hafi í fjölmiðlum gefi fullt tilefni til tafarlausrar hlutlausrar rannsóknar. Þurfi ekki síður að hafa í huga orðstír lögreglumanna en mannréttindi og frelsi hins almenna borgara í þessu sambandi. Komi í ljós að lögreglan hafi farið offari, hvað þá gerst sek um ólögmætt athæfi, telur flokksstjórn VG að þurfi þegar í stað að grípa til aðgerða svo slíkt endurtaki sig ekki og þeir sem þar bera ábyrgð svari síðan til saka fyrir dómstólum.
Fréttir Innlent Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira