Hrókurinn kominn til Grænlands 1. ágúst 2006 17:30 Frá Grænlandi Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið. Lífið Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið.
Lífið Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira