Sumartónleikar nr. 100 í Akureyrarkirkju 28. júlí 2006 15:00 Margrét Bóasdóttir og Björn Steinar halda uppá 100 Sumatónleikana í Akureyrarkirkju á sunnudaginn Fimmtu og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir sunnudaginn 30. júlí kl. 17. Þessir tónleikar eru auk þess að vera á tuttugasta starfsári, eitt hundruðustu í tónleikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins árið 1987. Flytjendur á tónleikunum verða upphafsmenn tónleikanna þau Margrét Bóasdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en auk þeirra leikur Nicole Vala Cariglia á selló. Á efnisskrá verða verk eftir J.S. Bach og tónverk eftir íslensk tónskáld s.s. Þorkell Sigurbjörnsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Smári Ólason, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Páll Ísólfsson og munu þau verk verða útgefin á geisladiski þegar líða tekur á haustið. Um flytjendur: Margrét Bóasdóttir nam einsöng hjá Elísabet Erlingsdóttur við Tónlistarskóla Kópavogs og lauk burtfararprófi 1975. Sama ár lauk hún tónmenntarkennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Heidelberg-Mannheim og lauk þaðan einsöngskennaraprófi og lokaprófi úr konsertdeild 1981. Einnig nam hún við við ljóðadeild Tónlistarháskólans í Stuttgart 1981-1983. Hún hefur kennt einsöng og stjórnað kórum m.a. á Ísafirði, Akureyri, í Þingeyjarsýslum og í Árnessýslu. Hún stýrir nú kennaradeild Söngskólans í Reykjavík. Margrét er einnig formaður Félags íslenskra tónlistarmanna. Margrét hefur lagt sérstaka áherslu á flutning barokktónlistar, ljóðasöngva og kirkjutónlistar og Íslensk Tónverkamiðstöð hefur gefið út geisladisk þar sem hún flytur íslenska kirkjutónlist ásamt Birni Steinari Sólbergssyni, orgelleikara. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér heima, í Bandaríkjunum og víðs vegar um Evrópu. Margrét og Björn Steinar stofnuðu til sumartónleika í kirkjum í Þingeyjarsýslu og í Akureyrarkirkju sumarið 1987. Árið 1999 skiptu þau með sér verkum og hafa Sumartónleikar við Mývatn og sumartónleikar í Akureyrarkirkju verið sjálfstæð verkefni síðan, en ávallt með mikla og góða samvinnu. Margrét og Björn Steinar voru vön að opna hverja sumartónleikaröð með eigin flutningi, en í ár ljúka þau röðinni og halda þannig upp á 20. ára afmæli sumartónleika og 100. tónleikana. Nicole Vala Cariglia hóf nám í sellóleik við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Olivers Kentish. Hún hélt áfram námi hjá Bryndísi Höllu Gylfadóttur og útskrifaðist af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri vorið 1995. Nicole stundaði framhaldsnám í sellóleik við New England Conservatory of Music í Boston hjá Yeesun Kim frá 1996-2001, og lauk B.Mus. og M.Mus.-gráðum frá skólanum með heiðurseinkunn. Nicole hefur haldið einleiks- og kammertónleika í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, og sumarið 2001 sótti hún meistaranámskeið hjá Truls Mørk, Erling Blöndal Bengtssyni og Colin Carr. Nicole Vala hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníuhljómsveitinni í Boston og Boston Modern Orchestra Project. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði nám í orgelleik við Tónlistarskólann á Akranesi og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu (hjá James E. Göettsche) og í Frakklandi (hjá Susan Landale) þar sem hann útskrifaðist með einleikararpróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er formaður Listvinafélags Akureyrarkirkju, listrænn stjórnandi Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju og Sumartónleika í Akureyrarkirkju. Haustið 2003 tók Björn Steinar við starfi aðstoðarorganista við Hallgrímskirkju. Hann kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis, m.a. á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Lettlandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Kanada og Bandaríkjunum. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hvarvetna hlotið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur nú síðast öll orgelverk Páls Ísólfssonar er kom út hjá Skálhotsútgáfunni. Björn Steinar naut opinberra starfslauna listamanna árið 1998 og er handhafi Menningarverðlauna DV 1999. Hann hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistarmaður Akureyrar 2002. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis.Sjá nánar á heimasíðu: http://www.akureyrarkirkja.is/sumartonleikar Lífið Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Fimmtu og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir sunnudaginn 30. júlí kl. 17. Þessir tónleikar eru auk þess að vera á tuttugasta starfsári, eitt hundruðustu í tónleikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins árið 1987. Flytjendur á tónleikunum verða upphafsmenn tónleikanna þau Margrét Bóasdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en auk þeirra leikur Nicole Vala Cariglia á selló. Á efnisskrá verða verk eftir J.S. Bach og tónverk eftir íslensk tónskáld s.s. Þorkell Sigurbjörnsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Smári Ólason, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Páll Ísólfsson og munu þau verk verða útgefin á geisladiski þegar líða tekur á haustið. Um flytjendur: Margrét Bóasdóttir nam einsöng hjá Elísabet Erlingsdóttur við Tónlistarskóla Kópavogs og lauk burtfararprófi 1975. Sama ár lauk hún tónmenntarkennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Heidelberg-Mannheim og lauk þaðan einsöngskennaraprófi og lokaprófi úr konsertdeild 1981. Einnig nam hún við við ljóðadeild Tónlistarháskólans í Stuttgart 1981-1983. Hún hefur kennt einsöng og stjórnað kórum m.a. á Ísafirði, Akureyri, í Þingeyjarsýslum og í Árnessýslu. Hún stýrir nú kennaradeild Söngskólans í Reykjavík. Margrét er einnig formaður Félags íslenskra tónlistarmanna. Margrét hefur lagt sérstaka áherslu á flutning barokktónlistar, ljóðasöngva og kirkjutónlistar og Íslensk Tónverkamiðstöð hefur gefið út geisladisk þar sem hún flytur íslenska kirkjutónlist ásamt Birni Steinari Sólbergssyni, orgelleikara. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér heima, í Bandaríkjunum og víðs vegar um Evrópu. Margrét og Björn Steinar stofnuðu til sumartónleika í kirkjum í Þingeyjarsýslu og í Akureyrarkirkju sumarið 1987. Árið 1999 skiptu þau með sér verkum og hafa Sumartónleikar við Mývatn og sumartónleikar í Akureyrarkirkju verið sjálfstæð verkefni síðan, en ávallt með mikla og góða samvinnu. Margrét og Björn Steinar voru vön að opna hverja sumartónleikaröð með eigin flutningi, en í ár ljúka þau röðinni og halda þannig upp á 20. ára afmæli sumartónleika og 100. tónleikana. Nicole Vala Cariglia hóf nám í sellóleik við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Olivers Kentish. Hún hélt áfram námi hjá Bryndísi Höllu Gylfadóttur og útskrifaðist af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri vorið 1995. Nicole stundaði framhaldsnám í sellóleik við New England Conservatory of Music í Boston hjá Yeesun Kim frá 1996-2001, og lauk B.Mus. og M.Mus.-gráðum frá skólanum með heiðurseinkunn. Nicole hefur haldið einleiks- og kammertónleika í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, og sumarið 2001 sótti hún meistaranámskeið hjá Truls Mørk, Erling Blöndal Bengtssyni og Colin Carr. Nicole Vala hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníuhljómsveitinni í Boston og Boston Modern Orchestra Project. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði nám í orgelleik við Tónlistarskólann á Akranesi og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu (hjá James E. Göettsche) og í Frakklandi (hjá Susan Landale) þar sem hann útskrifaðist með einleikararpróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er formaður Listvinafélags Akureyrarkirkju, listrænn stjórnandi Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju og Sumartónleika í Akureyrarkirkju. Haustið 2003 tók Björn Steinar við starfi aðstoðarorganista við Hallgrímskirkju. Hann kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis, m.a. á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Lettlandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Kanada og Bandaríkjunum. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hvarvetna hlotið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur nú síðast öll orgelverk Páls Ísólfssonar er kom út hjá Skálhotsútgáfunni. Björn Steinar naut opinberra starfslauna listamanna árið 1998 og er handhafi Menningarverðlauna DV 1999. Hann hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistarmaður Akureyrar 2002. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis.Sjá nánar á heimasíðu: http://www.akureyrarkirkja.is/sumartonleikar
Lífið Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira