Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós 25. júlí 2006 21:47 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. 2000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa í 28 ár gætt landamæranna milli Líbanons og Ísraels, eða allt frá því að Ísraelar drógu sig út úr Líbanon árið 1978. Framtíð verkefnisins sem í daglegu tali er nefnt UNIFIL, er nú óviss, svo ekki sé meira sagt, þar sem heimild verkefnisins rennur út um næstu mánaðamót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bað í gær um að verkefnið yrði framlengt um mánuð í viðbót. Stjórnvöld í Líbanon hafa ennfremur beðið um að UNIFIL njóti við í hálft ár til viðbótar. Eftir fund öryggisráðsins í dag sagði sendiherra Frakklands gagnvart Sameinuðu þjóðunum að framtíð friðargæsluliðs í Líbanon ylti að verulegu leyti á niðurstöðum alþjóðlegra viðræðna um málefnið sem fram fara í Róm á morgun. Hann sagði þó að flestir væru þó að komast á þá skoðun að skynsamlegt væri að alþjóðlegt friðargæslulið gætti landamæranna milli Líbanons og Ísraels og styddi líbönsk stjórnvöld í að ná aftur stjórn á svæðinu og koma á friði og stöðugleika. Friðargæsludeild Sameinuðu þjóðanna segist alls ekki hafa í hyggju að draga burt þá tæplega 2000 friðargæsluliða sem nú gæta bláu línunnar milli Líbanons og Ísraels, þrátt fyrir ofbeldið og miklar takmarkanir á ferðafrelsi friðargæslunnar. Ekki virðist hins vegar vera samstaða um að auka við friðargæslulið í Líbanon. Flest ríki styðja það að fjölgað verði í friðargæsluliðinu en áhöld eru um hvaðan liðsstyrkurinn eigi að koma. Bandaríkjamenn hafa þvertekið fyrir að senda hermenn sína þar sem þeir telja að þeir myndu verða skotmörk Hisbollah. NATO, sem og Bretland þykjast hafa of mörg járn í eldinum til að hafa hermenn aflögu. Þjóðverjar og fleiri segjast eingöngu munu taka þátt í friðargæslu ef samþykki Hisbollah liggur fyrir eða ef áður hefur samist um vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. 2000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa í 28 ár gætt landamæranna milli Líbanons og Ísraels, eða allt frá því að Ísraelar drógu sig út úr Líbanon árið 1978. Framtíð verkefnisins sem í daglegu tali er nefnt UNIFIL, er nú óviss, svo ekki sé meira sagt, þar sem heimild verkefnisins rennur út um næstu mánaðamót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bað í gær um að verkefnið yrði framlengt um mánuð í viðbót. Stjórnvöld í Líbanon hafa ennfremur beðið um að UNIFIL njóti við í hálft ár til viðbótar. Eftir fund öryggisráðsins í dag sagði sendiherra Frakklands gagnvart Sameinuðu þjóðunum að framtíð friðargæsluliðs í Líbanon ylti að verulegu leyti á niðurstöðum alþjóðlegra viðræðna um málefnið sem fram fara í Róm á morgun. Hann sagði þó að flestir væru þó að komast á þá skoðun að skynsamlegt væri að alþjóðlegt friðargæslulið gætti landamæranna milli Líbanons og Ísraels og styddi líbönsk stjórnvöld í að ná aftur stjórn á svæðinu og koma á friði og stöðugleika. Friðargæsludeild Sameinuðu þjóðanna segist alls ekki hafa í hyggju að draga burt þá tæplega 2000 friðargæsluliða sem nú gæta bláu línunnar milli Líbanons og Ísraels, þrátt fyrir ofbeldið og miklar takmarkanir á ferðafrelsi friðargæslunnar. Ekki virðist hins vegar vera samstaða um að auka við friðargæslulið í Líbanon. Flest ríki styðja það að fjölgað verði í friðargæsluliðinu en áhöld eru um hvaðan liðsstyrkurinn eigi að koma. Bandaríkjamenn hafa þvertekið fyrir að senda hermenn sína þar sem þeir telja að þeir myndu verða skotmörk Hisbollah. NATO, sem og Bretland þykjast hafa of mörg járn í eldinum til að hafa hermenn aflögu. Þjóðverjar og fleiri segjast eingöngu munu taka þátt í friðargæslu ef samþykki Hisbollah liggur fyrir eða ef áður hefur samist um vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira