Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós 25. júlí 2006 21:47 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. 2000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa í 28 ár gætt landamæranna milli Líbanons og Ísraels, eða allt frá því að Ísraelar drógu sig út úr Líbanon árið 1978. Framtíð verkefnisins sem í daglegu tali er nefnt UNIFIL, er nú óviss, svo ekki sé meira sagt, þar sem heimild verkefnisins rennur út um næstu mánaðamót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bað í gær um að verkefnið yrði framlengt um mánuð í viðbót. Stjórnvöld í Líbanon hafa ennfremur beðið um að UNIFIL njóti við í hálft ár til viðbótar. Eftir fund öryggisráðsins í dag sagði sendiherra Frakklands gagnvart Sameinuðu þjóðunum að framtíð friðargæsluliðs í Líbanon ylti að verulegu leyti á niðurstöðum alþjóðlegra viðræðna um málefnið sem fram fara í Róm á morgun. Hann sagði þó að flestir væru þó að komast á þá skoðun að skynsamlegt væri að alþjóðlegt friðargæslulið gætti landamæranna milli Líbanons og Ísraels og styddi líbönsk stjórnvöld í að ná aftur stjórn á svæðinu og koma á friði og stöðugleika. Friðargæsludeild Sameinuðu þjóðanna segist alls ekki hafa í hyggju að draga burt þá tæplega 2000 friðargæsluliða sem nú gæta bláu línunnar milli Líbanons og Ísraels, þrátt fyrir ofbeldið og miklar takmarkanir á ferðafrelsi friðargæslunnar. Ekki virðist hins vegar vera samstaða um að auka við friðargæslulið í Líbanon. Flest ríki styðja það að fjölgað verði í friðargæsluliðinu en áhöld eru um hvaðan liðsstyrkurinn eigi að koma. Bandaríkjamenn hafa þvertekið fyrir að senda hermenn sína þar sem þeir telja að þeir myndu verða skotmörk Hisbollah. NATO, sem og Bretland þykjast hafa of mörg járn í eldinum til að hafa hermenn aflögu. Þjóðverjar og fleiri segjast eingöngu munu taka þátt í friðargæslu ef samþykki Hisbollah liggur fyrir eða ef áður hefur samist um vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. 2000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa í 28 ár gætt landamæranna milli Líbanons og Ísraels, eða allt frá því að Ísraelar drógu sig út úr Líbanon árið 1978. Framtíð verkefnisins sem í daglegu tali er nefnt UNIFIL, er nú óviss, svo ekki sé meira sagt, þar sem heimild verkefnisins rennur út um næstu mánaðamót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bað í gær um að verkefnið yrði framlengt um mánuð í viðbót. Stjórnvöld í Líbanon hafa ennfremur beðið um að UNIFIL njóti við í hálft ár til viðbótar. Eftir fund öryggisráðsins í dag sagði sendiherra Frakklands gagnvart Sameinuðu þjóðunum að framtíð friðargæsluliðs í Líbanon ylti að verulegu leyti á niðurstöðum alþjóðlegra viðræðna um málefnið sem fram fara í Róm á morgun. Hann sagði þó að flestir væru þó að komast á þá skoðun að skynsamlegt væri að alþjóðlegt friðargæslulið gætti landamæranna milli Líbanons og Ísraels og styddi líbönsk stjórnvöld í að ná aftur stjórn á svæðinu og koma á friði og stöðugleika. Friðargæsludeild Sameinuðu þjóðanna segist alls ekki hafa í hyggju að draga burt þá tæplega 2000 friðargæsluliða sem nú gæta bláu línunnar milli Líbanons og Ísraels, þrátt fyrir ofbeldið og miklar takmarkanir á ferðafrelsi friðargæslunnar. Ekki virðist hins vegar vera samstaða um að auka við friðargæslulið í Líbanon. Flest ríki styðja það að fjölgað verði í friðargæsluliðinu en áhöld eru um hvaðan liðsstyrkurinn eigi að koma. Bandaríkjamenn hafa þvertekið fyrir að senda hermenn sína þar sem þeir telja að þeir myndu verða skotmörk Hisbollah. NATO, sem og Bretland þykjast hafa of mörg járn í eldinum til að hafa hermenn aflögu. Þjóðverjar og fleiri segjast eingöngu munu taka þátt í friðargæslu ef samþykki Hisbollah liggur fyrir eða ef áður hefur samist um vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira