Heil hljóðbók ókeypis á netinu 27. júní 2006 13:45 Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim." Lífið Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim."
Lífið Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira