Útskriftarárgangur Listdansskóla Íslands vann í gærkveldi 1. verðlaun á Alþjóðlegri Samtímadanskeppni (Contemporary dans). " Dans Grand Prix Europe 2006" sem haldin var í borginni Cesena á Ítalíu síðustu daga. Keppendur voru frá 55 löndum og unnu Íslendingarnir Gullbikar fyrir verkin sín "Prisma" sem fjallar um mannleg samskipti og verkið "Starfish Prima" sem er tilvitnun í fyrstu kjarnorkusprengjuna sem Bandaríkjamen sprengdu út í geimnum í kjarnorkukapphlaupinu á Kaldastríðsárunum. Nemendurnir sem kepptu á Ítalíu undir listrænni stjórn Karenar Maríu Jónsdóttur eru Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Vigdís Eva Guðmundsdóttir, og Helga Jónína Markúsdóttir. Leikhúsið sem þær dönsuðu í heitir Bonci Theatro og er með elsta viðargólfsvið í Evrópu. Hópurinn er væntanlegur til landsins í kvöld
Gull á Ítalíu

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni





