Engar stórar breytingar fyrirhugaðar 6. júní 2006 15:02 Útlit er fyrir að þessir þrír vinni áfram saman á næsta ári. Joe Dumars, forseti Detroit (th) ætlar að reyna að ná samningum við Ben Wallace og hefur ekki í hyggju að reka Flip Saunders (tv) þó ekki hafi gengið vel í úrslitakeppninni í ár NordicPhotos/GettyImages Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira