Engar stórar breytingar fyrirhugaðar 6. júní 2006 15:02 Útlit er fyrir að þessir þrír vinni áfram saman á næsta ári. Joe Dumars, forseti Detroit (th) ætlar að reyna að ná samningum við Ben Wallace og hefur ekki í hyggju að reka Flip Saunders (tv) þó ekki hafi gengið vel í úrslitakeppninni í ár NordicPhotos/GettyImages Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira
Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira