300 nördar hafa skráð sig 18. maí 2006 13:27 Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is Lífið Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is
Lífið Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira