Arsenal hreppti fjórða sætið 7. maí 2006 16:05 Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til að fagna í kveðjuleiknum á Highbury í dag. Þeir leika á nýjum 60.000 manna leikvangi á næsta tímabili, Emerates Stadium. Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15 Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira