Arsenal hreppti fjórða sætið 7. maí 2006 16:05 Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til að fagna í kveðjuleiknum á Highbury í dag. Þeir leika á nýjum 60.000 manna leikvangi á næsta tímabili, Emerates Stadium. Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15 Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Sjá meira
Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Sjá meira