Zidane í fantaformi - skoraði tvennu 5. febrúar 2006 12:52 Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira