LeBron James með stórleik 5. janúar 2006 07:45 LeBron James var í stuði gegn Milwaukee í nótt og náði þrennu með 32 stigum, 11 fráköstum og 11 stoðsendingum. Síðast þegar hann mætti Milwaukee skoraði hann 52 stig. NordicPhotos/GettyImages LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira