Karlakór Reykjavíkur fagnar í dag 80 ára afmæli sínu. Af því tilefni söfunuðust ungir og gamlir kórfélagar saman í Fossvogskirkjugarði þar sem lagður var blómsveigur að leiði Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem var einn af aðalhvatmönnum að stofnun kórsins og stjórnandi hans frá stofnun og allt til ársins 1962 að einu ári undanskildu. Kórinn tók auk þess tvö lög í kirkjugarðinum, annað þeirra Ísland, Ísland eftir Sigurð, en að lokinni athöfninni héldu þeir niður í Ráðhús Reykjavíkur þar haldin var móttaka kórnum til heiðurs. Annir verða hjá kórnum á afmælisárinu þar sem gert er ráð fyrir tónleikum bæði innan lands sem utan.
Karlakór Reykjavíkur áttræður í dag

Mest lesið



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun

Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist


„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf
