Vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti 17. nóvember 2006 00:30 Sveitarstjórnarmenn krefjast hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum Fréttablaðið/rósa Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira