Vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti 17. nóvember 2006 00:30 Sveitarstjórnarmenn krefjast hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum Fréttablaðið/rósa Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa. Innlent Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla í fjölda ára. Mörg sveitarfélög eiga nú í miklum og alvarlegum fjárhagserfiðleikum, þar á meðal eru mörg hinna sameinuðu landmiklu sveitarfélaga, þó að nokkur umskipti hafi orðið í rekstri sveitarfélaga í heildina á síðasta ári vegna þenslu í efnahagslífinu og aukinna tekna af þeim sökum. Ör þróun í skattaumhverfinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin hafa orðið af útsvarstekjum en tekjur ríkisins hafa aukist. Fjöldi einkahlutafélaga hefur snaraukist á stuttum tíma. Á árinu 2004 fór fjöldi einkahlutafélaga í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund og á miðju þessu ári eru einkahlutafélög orðin 25.600 talsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær. Hann sagði að fjöldi einyrkja, sem áður hefðu greitt skatta eins og almennir launþegar, hefðu fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög. Þar með væri skattaumhverfið allt annað. „Þróunin í greiðslu fjármagnstekjuskattsins hefur orðið mun hraðari en fjölgun einkahlutafélaganna og áhrifin til lækkunar tekna sveitarfélaganna og hækkunar tekna ríkisins er mun augljósari. Á árinu 2004 námu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti níu milljörðum króna en í fyrra voru tekjurnar orðnar 21,7 milljarðar króna," segir hann. Í fyrra höfðu 6.600 fjölskyldur hærri fjármagnstekjur en launatekjur og 2.200 framteljendur höfðu engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og greiddu því ekki útsvar. Þeir nutu samt þjónustu sveitarfélaganna. „Þessar breytingar hafa rýrt tekjur sveitarfélaganna og valdið óeðlilegri mismunun, tekjur ríkisins hafa aukist en tekjur sveitarfélaganna dregist saman," segir Halldór. „Það er fyrst og fremst misskiptingin í tekjuöflun stjórnsýslustiganna sem við viljum fá leiðrétta. Það er ekki nema eðlilegt að sveitarfélögin krefjist nú hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum." Á árunum 2003-2006 fengu þrjátíu og sjö sveitarfélög bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna. Sum þeirra eiga varla annan kost en að draga saman í þjónustu við íbúa.
Innlent Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira