Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína 19. október 2006 07:00 Sjómenn að störfum Breyting á kjarasamningi sjómanna 2001 til 2002 gerði það að verkum að skráning og mat vinnuslysa varð með öðrum hætti en áður hafði verið. Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu. Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu.
Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira